Bóklegar greinar

Nemendur í grunn-  og miðstigi fá einn tíma á viku í tónfræði og tónheyrn. Nemendur í framhaldsstigi fá eina klukkustund í hljómfræði eina klukkustund í  tónheyrn og eina klukkustund í tónlistarsögu.

Hljómfræði

Kennd er klassísk hljómfræði fyrir byrjendur. Námskeiðið tekur tvo vetur. Kennslan felst í fyrirlestrum og æfingum sem að mestu leyti fara fram í kennslustund.  Próf fara fram að vori.

Tónlistarsaga

Kennd er saga klassískrar tónlistar frá miðöldum til vorra tíma. Kennslan felst í fyrirlestrum sem sumpart eru haldnir af kennara og sumpart af nemendum. Jafnframt er hlustað á tóndæmi. Próf fara fram að vori.

Kennarar í tónfræðigreinum eru: Rakel Axelsdóttir og Gunnar Karel Másson

 

 Tónfræðitímar veturinn 2016 - 2017

 

Tónfræði 1a

Tónfræði 1b

Tónfræði 2a

Tónfræði 2b

Tónfræði 3

Tónfræði Ópus 4

Tónfræði Ópus 5

Tónlistarsaga

Tónheyrn

Hljómfræði 1 og 2