Píanó

 

Æskilegur aldur til að hefja píanónám er 7 til 8 ára, þó er hægt að byrja fyrr sýni nemandinn óvenju mikinn þroska og hæfileika.

Þessi viðmiðum er þó engan vegin einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldri og námshraði getur verið mismunandi.

Mikilvægt er að nemandi hafi píanó til afnota. Hljómborð eða orgel gera ekki sama gagn, þar sem ásláttur og tónblær er allt annar.

Styrkur og blæbrigði breytast í hefðbundnum píanóum eftir því hvernig áslátturinn er.

Uppbygging kennslu skal taka  mið af meginmarkmiðum tónlistarskóla sem eru sett fram í almennum hluta aðalnámskrár,

sértækum markmiðum greinarnámskrár, sértækum markmiðum skólans og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemandans.

Undirstaða góðrar leikni á píanó er meðal annars að nemandinn geti spilað án stífni og með eðlilegum hreyfingum.

Það er mikilvægt að nemandinn sitji rétt við  hljóðfærið, hæfilega hátt og noti skemil undir fæturna ef þeir ná ekki niður á gólfið.

Námið byggist á því að nemandinn læri að spila eftir nótum.

Smá saman kynnist hann tóntegundum og hinum ólíkustu verkefnum frá ólíkum tímum tónlistarsögunnar.

Eftir því sem nemendur ná auknu valdi á nótnalestri opnast ýmsir möguleikar á samspili.  En það er sérstaklega mikilvægt fyrir nemandann

að fá að kynnast öðrum hljóðfærum og félagslegum þætti í tónlistariðkun. Einnig er mikilvægt fyrir nemendur að fá tækifæri til að reyna

að skapa eigin tónsmíðar og að leika eftir eyranu.

    Kennarar:

     Galina Akabceva

     Hafdís Kristinsdóttir

     Hrafnhildur Steinarsdóttir

     Ilka Petrova Benkova

     Katalín Lörincz

 

 clip-art-pno