Selló

Sellónemendur geta byrjað ungir í námi, eða 5 - 6 ára gamlir.

Kennt er í einkatímum tvisvar í viku.

Tónfræði er kennd í litlum hópum.

Þeir geta tekið þátt í hljómsveitarstarfi þegar þeir eru tilbúnir til þess.

Selló í undirstærðum fást leigð hjá skólanum.

Kennari: Viktoría Tarevskaia