Þverflauta

 

Nemendur sem hefja nám á þverflautu þurfa að vera orðnir 8 til 9 ára gamlir. Æskilegt er að þeir hafi lokið forskólanámi. Þverflautunámið fer fram í einkatímum tvisvar í viku 30 mín í senn. Nemendur spila eftir nótum og smám saman kynnast þeir perlum tónbókmenntanna frá ólíkum tímum.

Byrjendur geta fengið leigð hljóðfæri hjá skólanum.

Æskilegt er að foreldrar fylgist með tónlistarnámi barna sinna og sýni því áhuga. Nemendur sem komnir eru svolítið áleiðis eiga þess kost að vera í samspili.

Kennari: Ilka Maria Petrova Benkova