Rytmísk Tónlist – Miðstöðin

Miðstöðin er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi, Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Nýja tónlistarskólans.

Deildinni er ætlað það hlutverk að koma á móts við þarfir nemenda sem eru komnir af stað í klassísku hljóðfæranámi en hafa meiri áhuga fyrir rytmískri tónlist  og vilja stunda hljóðfæranámið af kappi. Kennt er eftir rytmískri aðalnámskrá tónlistarskólanna og er mikil áhersla lögð á samspil. Allir nemendur miðstöðvarinnar fá einkatíma og hóptíma og eru einnig hvattir til að mæta sem gestir í einkatíma hjá félögum sínum þegar verið er að æfa upp  samspilsverkefni þeirra. Á undanförnum árum hefur Miðstöðin staðið fyrir fjölda útitónleika á götum Reykjavíkur og nágrennis í samstarfi við sveitarfélögin.

Nemendur hafa tekið þátt í ýmsum keppnum svo sem Músiktilraunum og Nótunni og nefna má að hljómsveitir á vegum deildarinnar hafa unnið Jólalagakeppni Rásar 2.

Hljómsveitir deildarinnar hafa einnig leikið á útitónleikum erlendis í samstarfi við bæði Kaupmannahafnarborg og Berlínarborg. Verkefni tengd deildinni hafa auk þess tvívegis hlotið Erasmus styrki á vegum Evrópusambandsins til samstarfs við nemendur í öðrum löndum.

Um 20 nemendur eru nú í hljómsveitarstarfi á vegum deildarinnar í fjórum hljómsveitum.

Áhugasamir vinsamlegast sækið í gegnum Rafræna Reykjavík og merkið Rytmadeild. Umsækjendur þurfa að vera 12 ára eða eldri. Nemendur sem hafa verið í tónlistarnámi ganga að öllu jöfnu fyrir.  

Stjórnandi deildarinnar er Ólafur Elíasson píanóleikari.