Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur laugardaginn 13. febrúar með glæsilegum nemendatónleikum og húsfylli í Tónlistarskólanum í Grafarvogi. Það er ánægjulegt þegar skólanum gefst tækifæri til að sýna kraftmikla innviði skólastarfsins á degi sem þessum. Fjölmargir Grafarvogsbúa notuðu tækifærið til að sækja skólann heim og sýndu áhuga á því góða starfi sem fram fer í Tónlistarskólum landsins.