Tónfræði

Nemendur í grunn- og miðstigi fá einn tíma á viku í tónfræði og tónheyrn. Nemendur í framhaldsstigi fá klukkustund í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. Mælst er til að nemendur hefji tónfræði samhliða 5. bekk í grunnskóla. 

Tónfræði: Í grunnnámi er kennd hefðbundin tónfræði byggð á Ópus tónfræðibókum I-III og Hlustun og greining – frá klassík til popps. Í miðnámi er stuðst við Ópus tónfræðibækur IV-V, Aagot verkefnahefti, Robert Starer hrynæfingar og Hlustun og greining – klassík, djass, rokk og heimstónlist. 

Hljómfræði: Kennd er klassísk hljómfræði fyrir byrjendur. Námskeiðið varir tvo vetur. Kennslan felst í fyrirlestrum og æfingum sem að mestu leyti fara fram í kennslustund.  Próf fara fram að vori.

Tónlistarsaga: Kennd er saga klassískrar tónlistar frá miðöldum til vorra tíma. Kennslan felst í fyrirlestrum sem sumpart eru haldnir af kennara og sumpart af nemendum. Jafnframt er hlustað á tóndæmi. Próf fara fram að vori.

Kennslutímar:

Fimmtudagar:

Tónfræði 1 kl. 15:00-15:55

Tónfræði 2 kl. 16:00-16:55

Tónfræði 3 kl. 17:00-17:55

Miðvikudagar:

Tónfræði 4 kl. 16:20-17:15

Tónfræði 5 kl. 17:20-18:15

Rakel Axelsdóttir, grunnnám – Tónfræði 1-3
Gunnar Karel Másson, miðnám og framhaldsnám