Æskilegur aldur til að hefja píanónám er 7 til 8 ára, þó er hægt að byrja fyrr sýni nemandinn óvenju mikinn þroska og hæfileika. Þessi viðmiðum er þó engan vegin einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldri og námshraði getur verið mismunandi.
Mikilvægt er að nemandi hafi píanó til afnota. Hljómborð eða orgel gera ekki sama gagn, þar sem ásláttur og tónblær er allt annar. Styrkur og blæbrigði breytast í hefðbundnum píanóum eftir því hvernig áslátturinn er.
Kennarar
Andrew J. Yang
Antonia Hevesi
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Hafdís Kristinsdóttir
Jónas Sen
Katrin Heymann
Petia Benkova
Sævar Helgi Sævarsson
Viktoría Tarevskaia
Viktoría hóf tónlistarnám ellefu ára gömul í “Musical Special School” “E. Koka” í Chisinau í Moldavíu. Hún nam síðan í Conservatiore N. Rimsky-Korsakov frá 1989-1991. Hún útskrifaðist með Mastersgráðu í sellóleik frá Tónlistarakademíu G. Musichescu, í Chisinau 1994. Eftir áheyrnarprufu var hún ráðin til Moldavian Philharmonic Symphony Orchestra 1992. Í starfi sínu þar tók hún þátt í um 500 tónleikum og tónleikaferðum til ýmissa landa Evrópu. Í maí 1993 lék hún í tríói sem sigraði keppni í kammmertónlist í borginn Rimnikul-Vilce í Rúmeníu. Hún var fulltrúi Moldavíu í “International Black Sea Chamberg Orchestra” 1995-1999. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 1999 og starfað sem sellókennari og lausamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.