Námskrá

Tónlistarskólinn í Grafarvogi starfar samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla.

Aðalnámskrá tónlistarskóla skiptist í almennan hluta og sérstaka greinahluta. Í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er meðal annars gerð grein fyrir hlutverki og meginmarkmiðum tónlistarskóla, skipan tónlistarnáms, greinanámskrám og skólanámskrá, fjallað um kennslu og kennsluhætti, þætti í hljóðfæra- og tónfræðanámi, námsmat og próf, tengsl heimila og skóla og samvinnu í skólastarfi.

Í greinahlutum aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um markmið, inntak og skipulag náms á tilteknum námssviðum. Jafnframt er gerð grein fyrir prófum og gefnar ábendingar um viðfangsefni. Aðalnámskrá og sérstaka greinarhluta má nálgast hér inn á síðu Stjórnarráðs Íslands.

Skólanámskrá Tónlistarskólans í Grafarvogi 

Skólanámskrá er innri starfsáætlun skólans sem lýsir markmiðum og fyrirkomulagi skólastarfs. Reynt er að taka á flestu sem lýtur að skipulagi náms og kennslu og gefa sem besta heildarsýn yfir skólastarfið.