Fiðla/Víóla

Fiðlunemendur geta byrjað ungir í námi, eða 5 – 6 ára gamlir. Kennt er í einkatímum tvisvar í viku en einnig er boðið upp á fiðlufornám þar sem tveir nemendur fá samkennslu tvisvar í viku í 20 mínútur í senn.

Fiðlunemendum stendur til boða að spila með strengjahljómsveit skólans undir stjórn Auðar Hafsteinsdóttur.

Byrjendur geta fengið leigð hljóðfæri hjá skólanum.

Kennarar

Auður Hafsteinsdóttir, fiðla                           

Auður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983 aðeins 17 ára gömul. Hún stundaði framhaldsnám við New England Conservatory í Boston og lauk Bachelor of Music gráðu með hæstu einkunn. Auður lauk Master of Music gráðu árið 1991 frá University of Minnesota. Auður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Auður hefur komið víða fram sem einleikari og í kammermúsik á alþjóðlegum vettvangi, m.a í Bandaríkjunum, Kanada og víða á meginlandi Evrópu. Einnig hefur hún farið í tónleikaferðir til Japan og Kína. Auður hefur leikið inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. 

Matthías Stefánsson, fiðla og víóla

Matthías lærði fiðluleik á Akureyri og við Tónlistarskólann í Reykjavík og gítarleik við Tónlistarskóla FÍH. Hann leikur reglulega með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og í leikhúsunum, þar á meðal Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum. Matthías er einnig ákaflega vinsæll fiðluleikari í poppheiminum og leikur reglulega í Hörpu og Laugardalshöll á hinum ýmsu stórtónleikum og minningartónleikum. Matthías hefur leikið inn á fjölmargar plötur og gefið út sínar eigin einleiksplötur.