Námið

Forskólinn

Flestir nemendur sem hefja nám sitt á 5. – 8. aldursári byrja á því að sækja forskólann í 1-2 ár. Forskólanemendur fá forgang á biðlista inn í einkanám.

  1. forskólaár: Söngur, flauta, fiðla og slagverk
  2. forskólaár: Hljómborð, söngur og ukulele

Einkanám

Val um hljóðfæri í einkanámi á píanó, gítar, fiðlu, víólu, selló, söng, þverflautu og harmóníku.

Fullt nám: 2×30 mínútur á viku / 66% nám: 2×20 mínútur á viku / Hálft nám: 30 mínútur á viku

Fornám og samkennsla

Boðið er upp á fornám á fiðlu og selló í samkennslu. Einnig er boðið upp á samkennslu á önnur hljóðfæri.

Hálft nám: 2×20 mínútur á viku, tveir nemendur í tíma / 66% nám: 2×30 mínútur á viku, tveir nemendur í tíma

Hóptímar

Nemendur 10 ára og eldri sækja hóptíma í tónfræðagreinum, tónfræði, tónheyrn, hlustun, sköpun og tónlistarsögu.

Kennslustaðir

Kennsla fer fram í grunnskólum Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Bústaðahverfi, Tónlistarskólanum í Grafarvogi, Grafarvogskirkju og Bústaðakirkju.

Sækja um hér