Harmoníka

Harmoníkur eru fáanlegar í ýmsum stærðum og gerðum og framleidd eru viðeigandi hljóðfæri fyrir alla aldurshópa frá um það bil 5 ára aldri. Harmoníkur eru ýmist með hljómbassa eða tónbassa og hnappaharmonikur eru framleiddar með þrenns konar gripakerfi.

Miðað er við að nemendur stundi nám á hnappaharmoníku með tónbassa og er námið í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla.

Minnstu hljóðfærin er hægt að fá leigð hjá skólanum. Nemandinn leikur einn með kennara sínum á fyrstu stigum námsins. Síðan eykst möguleikinn á samspili. 

Kennari

Halldór Pétur Davíðsson lærði harmóníkuleik í Tónlistarskólanum í Grafarvogi og lauk þaðan framhaldsprófi. Hann var meðlimur í Harmóníkukvintettinum í Reykjavík. Halldór Pétur hefur kennt fólki á öllum aldri á harmóniku í Tónlistarskólanum á Akranesi, Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskóla Hafnafjarðar, Tónskólanum Do Re Mi og Tónlistarskólanum í Grafarvogi.