Skólareglur

Forföll

Ef nemandi  forfallast ber honum að tilkynna fjarveru til síns kennara. Að gefnu tilefni þarf að taka fram að ef nemandi getur einhverra hluta vegna ekki mætt í sína tíma, getur skólinn ekki bætt þá upp.

Ef kennari veikist og tími fellur niður er reynt að ná sambandi við heimili nemandans til að koma í veg fyrir óþarfa ferð.

Ekki er skylt að bæta upp einstaka kennslustundir sem falla niður vegna veikinda kennara. Sé kennari forfallaður í hálfan mánuð samfleytt útvegar skólinn annan kennara eða bætir upp þær kennslustundir sem hafa tapast.

Mætingar

Nemanda ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. Fjarvistir og ástæður fyrir þeim skulu tilkynntar viðkomandi kennara eða skrifstofu. Síendurteknar fjarvistir án leyfis geta varðað brottvikningu úr skólanum.

Umgengni

Nemendur skulu ganga vel um eigur skólans, fara úr skóm í anddyri og hengja yfirhafnir á snaga.

Hljóðfærin

Nemendur sem taka á leigu hljóðfæri frá skólanum ber að fara vel með þau. Bannað er að lána hljóðfærin. Viðhald hljóðfærisins á lánstímanum og skemmdir af völdum slæmrar meðferðar eru á kostnað nemanda.