Fréttir

Samstarf í hverfinu og nýtt Grafarvogsljóð

Samstarf við fólk og samfélög getur gefið endalaust. Þessi mynd er frá upptökum sem fóru fram á þriðjudag. Þar hljóðrituðu Barna- og unglingakór Grafarvogs og Kór Hamraskóla söng fyrir messu í útvarpi sem mun óma næsta sunnudag 12. maí, mæðradaginn kl. 11:00. Barna- og unglingakór Grafarvogs eru forskóla- og söngnemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi. Meðal annars frumfluttu börnin nýtt Grafarvogsljóð eftir stjórnanda kóranna, Auði Guðjohnsen ásamt hinum frábæru Vox Populi undir stjórn Láru Bryndísar. Endilega hlustið á sunnudag og/eða mætið að hlýða á kórinn í persónu á Vorhátíð barnastarfsins í Grafarvogskirkju.

Vorhátíðir í Grafarvogi og Fossvogi

Barnakórar skólans í Grafarvogi og Fossvogi koma fram á Vorhátíðum í sínum hverfum. Allir og öll velkomin á sunnudag 12. maí kl. 11:00. Það verður mikill fögnuður, söngur, pylsur og hoppukastalar. Sjá nánar hér að neðan.

Regnbogi meistarans

230 reykvísk 5-6 ára leikskólabörn koma fram og syngja ásamt 60 forskólabörnum Tónlistarskólans í Grafarvogi. Hljómsveit skólans og Skólahljómsveit Grafarvogs leika listilega með.

Regnbogi meistarans er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Grafarvogi, Skólahljómsveitar Grafarvogs og Tónskóla Sigursveins við 10 leikskóla í Reykjavík þar sem unnið er með sönglög eftir íslensk þekkt tón- og ljóðskáld. Að þessu sinni eru það Egill Ólafsson, Bjóla og Valgeir Guðjónsson sem er tónskáld ársins og hljóta þennan heiður. Haraldur Sveinbjörnsson sér um að útsetja verkin fyrir börn og nemendahljómsveit en nemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi og Skólahljómsveit Grafarvogs leika undir söng barnanna. Það eru allir hjartanlega velkomnir að sjá og heyra yfir 300 börn taka þátt, syngja og leika frá hjartanu af líf og sál. Stundin sem við eigum saman er ógleymanleg bæði börnum á sviði svo og áheyrendum í sal. Sérstakar þakkir fær Grafarvogskirkja fyrir gestrisnina og hlýjar móttökur.

Sumardagurinn fyrsti

Í Hörpu verður eitthvað fyrir alla á sumardaginn fyrsta. Takið daginn frá! Javier gítarkennari er einn flytjenda á hátíðinni ásamt Guðrúnu Jóhönnu söngkonu sem flytja “Syngdu með mér sögu” kl. 13:00 og 15:00 í Kaldalóni Hörpu.

Allir krakkar í Hörpu á laugardag 20. apríl!

Einstakt tækifæri til að hlýða á tónlistarnemendur og atvinnuhljómsveitir, hérlendis og erlendis frá. Nemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi leika kl. 13:50 í Hörpuhorni og kl. 15:30 í Flóa. Bókið ykkar frímiða á Bamberg sinfóníuhljómsveitina á harpa.is!

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla

Fulltrúar Tónlistarskólans í Grafarvogi leika á tónleikum Nótunnar í Salnum kl. 13:00 á laugardag. Fulltrúar skólans eru Deanne Rylan Maamo Tolato á píanó, Heiðdís Brá Ragnarsdóttir á þverflautu og Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir á píanó. Aðgangur er ókeypis. Við skulum öll fjölmenna!

Páskafrí

Í dag 22. mars er kennsla í tónlistarskólanum en páskafrí hefst svo á morgun frá 23. mars-1. apríl. Kennsla hefst 2. apríl. Nemendur eru ýmist að undirbúa áfangapróf, stigs- eða vorpróf en framundan eru alls kyns tónleikar. Þrír nemendur taka þátt í Nótunni í Salnum, Kópavogi þann 13. apríl. Tíu nemendur ætla að taka þátt í Krakkadeginum í Hörpu og leika listir sínar í Flóa og Hörpuhorni 20. apríl. Regnbogi meistarans mun óma í Grafarvogskirkju 24. apríl þegar hljómsveit Tónlistarskólans í Grafarvogi og Skólahljómsveitar Grafarvogs mun leika undir söng 230 leikskólabarna og 60 forskólabarna á Barnamenningarhátíð. Í maí verða árlegir vortónleikar skólans á dagskrá í Grafarvogskirkju þann 11. maí. Við skulum halda áfram að vera vera dugleg að æfa okkur en slaka jafnframt vel á í páskafríinu.

Vetrarfrí

Framundan er vetrarfrí í tónlistarskólanum frá 14. febrúar – 20. febrúar. Öll kennsla fellur niður nema kennarar hafi óskað eftir að fá að bæta upp kennslu á þessu tímabili. Kennsla hefst aftur 21. febrúar. Sjá má nánar á skóladagatali skólans og í Speedadmin https://www.tongraf.is/wp-content/uploads/2023/08/tonlistarkoladagatal-2023-2024.pdf

Veðurviðvörun, tilkynning 31. janúar

Vegna gulrar veðurviðvörunar og slæmra aksturskilyrða fellur hópkennsla (forskóli og tónfræði) niður í dag. Kennslustundir hóptíma eiga að hefjast þegar óveður er í hámarki og óréttlætanlegt að senda nemendur og kennara af stað vegna tilmæla Almannavarna. 

Kennarar eru að öðru leyti á sínum starfstöðvum og taka á móti nemendum en við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðri og meta hvort nemendur þurfi fylgd í og úr skóla. Leiðbeiningar um röskun á skólastarfi: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Sjá einnig hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Uppbrotsdagar í tónlistarskólanum

Vikuna 22.-27. janúar verða uppbrotsdagar í skólanum. Hefðbundin kennsla verður brotin upp og sækja nemendur námskeið að eigin vali. Úrval námskeiða er fjölbreytt. Nemendur geta fræðst um þjóðarhljóðfærið langspilið eða um heim tónheilunar. Sækja má fróðleik um meistaraverk sem samin hafa verið fyrir hin ýmsu hljóðfæri, kynnast orgeli Grafarvogskirkju eða læra um hina ýmsu tónlistarstíla, barokk, rómantík – já eða klezmer. Þeir sem vilja vekja í sér tónskáldið sækja námskeið um lagasmíðar og heimastúdíó eða hrista upp í spunameistaranum. Við hlökkum allavega mikið til. Skráningar á námskeið þurfa að berast fyrir 20. janúar í gegnum kennara eða á tongraf@tongraf.is. Heildardagskrá var send til nemenda í tölvupósti.

Tónleikar í Menningarhúsum Reykjavíkurborgar

Nemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi léku sig inn í hjörtu borgarbúa í Menningarhúsunum í Grafarvogi og Úlfarsárdal í desember. Samstarfið við Menningarhúsin var dásamlegt í alla staði og ánægjulegt að tónlist nemenda hafi fengið að njóta sín á enn fleiri stöðum um borgina.

Kórar skólans sungu á aðventuhátíðum

Barna- og unglingakór Grafarvogs og Fossvogs sungu inn aðventuna í sínum hverfiskirkjum, Grafarvogs- og Bústaðakirkju. Hér má sjá englakórinn hennar Auðar Guðjohnsen kórstjóra í Grafarvogskirkju þann 3. desember. Kórinn kemur aftur fram á Jólatónleikum Grafarvogskirkju þann 16. desember kl. 17:00 með hljómsveit. Einsöngvarar eru Diddú og Ari Ólafsson. Miðasala er við innganginn.

Jólaandinn vakinn í Menningarhúsum borgarinnar

Nemendur Tóngraf og Tónfoss munu leika í Borgarbókasöfnum/menningarhúsum í Spöng og Úlfarsárdal í desember. Efnisskrár með tímasetningum verða birtar degi fyrir tónleika á tongraf.is/efnisskrar. Takið frá eftirfarandi dagsetningar. Lítið við, nælið ykkur í jólabók og kaffi á meðan þið hlýðið á ljúfa tóna. Það er fátt eins gefandi og sjá nemendur takast á við áskoranir og verða stærri útgáfan af sjálfum sér.

Menningarhúsið í Spöng 9. desember kl. 11:10-15:30

Menningarhúsið í Úlfarsárdal 12. desember kl. 17:00

Menningarhúsið í Úlfarsárdal 15. desember kl. 16:00 og 17:00

Framhaldsprófstónleikar

Ólöf María Steinarsdóttir heldur þverflaututónleika til framhaldsprófs í sal Tónlistarskólans í Grafarvogi laugardaginn, 2. desember kl. 18:00. Meðleikari er Katalin Lörincz. Öll velkomin. Efnisskrá:

C. Debussy – Syrinx

J. Mouquet – La flûte de Pan op. 15

I. Pan et le bergers
II. Pan et les oiseaux

A. Vivaldi – Flautukonsert í g moll op. 10
La Notte, RV439
Largo Presto Largo

A. HoneggerDanse de la chèvre

Barnakórar skólans sungu inn aðventuna

Barnakórar skólans í Grafarvogi og Fossvogi sungu jólin inn í hjörtu viðstaddra á aðventuhátíðum í Grafarvogskirkju og Bústaðakirkju þann 3. desember. Auður Guðjohnsen og Sævar Helgi Jóhannsson stjórnuðu kórunum af mikilli snilld. Lögin voru vel valin að vanda sem glöddu og hrærðu.

Listahátíð barna – Bleikur október í Bústaðakirkju

Það er stór helgi framundan hjá nemendum Tónlistarskólans í Grafarvogi og Fossvogi. Skólinn tekur í annað sinn þátt í Listahátíð barna í Bústaðakirkju sem er hluti af Bleikum október. Hátíðin fer fram sunnudaginn 15. október, fyrri messan fer fram kl. 11:00 en þá stígur Barnakór Fossvogs á stokk en meðlimir eru forskólanemendur Tónfoss. Þá verða meðal annars flutt lög eftir Auði Guðjohnsen kórstjóra, undir stjórn Auðar og Sævars Helga Jóhannssonar við meðleik Jónasar Þóris.  Í seinni messunni kl. 13:00 munu nemendur í TónGraf og TónFoss leika listir sínar á fiðlu, þverflautu, gítar og píanó. Flytjendur eru ýmist á grunn-, mið- eða framhaldsstigi. Sannkölluð tónlistarveisla í boði unga fólksins. Öll velkomin!

Barna- og unglingakór Grafarvogs

Það eru mikil gleðitíðindi að tilkynna að Grafarvogskirkja og Tónlistarskólinn í Grafarvogi munu nú fara í aukið samstarf um að efla söng og tónsköpun hjá börnum og unglingum. Aukið samstarf felur í sér samruna tveggja barnakóra sem saman bera titilinn Barna- og unglingakór Grafarvogs. Kóræfingar verða aldursskiptar fyrir yngri (1.-3. bekkur) og eldri kór (4.-10. bekkur). Yngri kórmeðlimum býðst að bæta við sig hljóðfærasmiðju sem er liður í forskólanámi Tónlistarskólans í Grafarvogi. Eldri kórinn mun vinna að meira krefjandi söngverkefnum og hljóta leiðsögn í söngtækni og fjölradda söng. Æfingar hefjast 19. september. Við vonumst til að sjá alla kórmeðlimi frá fyrri árum og bjóðum nýja meðlimi velkomna. Kórstjóri er Auður Guðjohnsen. Hljóðfærasmiðju kennir Sævar Helgi Jóhannsson.

Æfingar eru á þriðjudögum í Grafarvogskirkju:

Yngri kór – Forskóli     

16:30-17:00      Hljóðfærasmiðja (flauta og ásláttarhljóðfæri)

17:00-17:40      Söngur/kór

Eldri kór – Sönghópur

17:20-18:20      Söngur/kór

Skráningar fara fram á tongraf.is. Veljið flipann „Sækja um“. Til að sækja um yngri kór, veljið Forskóli en fyllið inn í viðbótarupplýsingar ef barnið á einungis að sækja kóræfingar án hljóðfærasmiðju. Til að sækja um eldri kór, veljið Sönghópur.

Kórgjald:

Yngri kór haust og vorönn kr. 60.000,-

Eldri kór haust og vorönn kr. 60.000,-

Yngri kór og hljóðfærasmiðja haust og vorönn kr. 120.000,-

Hægt er að nýta frístundastyrk og skipta í allt að sex greiðslur í Sportabler. Systkinaafsláttur er 10% en afsláttur er 25% af kórgjaldi ef meðlimir sækja einnig hljóðfæranám við tónlistarskólann.

Upphaf skólaárs 2023-2024

Kæru nemendur og forráðamenn. Nú styttist í upphaf nýs skólaárs og við full tilhlökkunar. Í lok þessarar viku og í upphafi næstu munu kennarar hafa samband til að skipuleggja tíma með nemendum. Þegar nemendur hafa fengið sínar stundaskrár, eru forráðamenn eða nemendur hvattir til að senda þær strax á sína kennara. Í Speedadmin má sjá hjá hvaða kennara nemendur hafa fengið úthlutað en þar eru einnig netföng kennara. Hér er hlekkur á skóladagatalið en þar má sjá hvenær gera má ráð fyrir uppákomun á vegum skólans. Fyrsti kennsludagur er 23. ágúst.

Vorönn 2023

Tónlistarskólinn í Grafarvogi heldur árlega þrenna vortónleika í Grafarvogskirkju. Tónleikarnir eru opnir almenningi og eru áhugasamir um tónlistarnám sérstaklega velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Dagskrá:

Kl. 11:00
Forskóli (söngur, blokkflauta og ukulele), píanó, fiðla, selló, gítar, þverflauta, harmóníka og fiðlusveit.

Kl. 12:30
Píanó, fiðla, selló, gítar og þverflauta.

Kl. 14:00
Píanó og Miðstöðin rytmadeild.

Pétur og úlfurinn

Nemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi flytja tónlistarævintýrið, Pétur og úlfinn á Barnamenningarhátíð í Grafarvogskirkju, 19. apríl kl. 18:00. Verkið fjallar um drenginn Pétur sem býr hjá afa sínum í skóginum. Í skóginum leynast ýmsar hættur en Pétur sýnir af sér mikla hetjudáð í baráttu sinni við grimma úlfinn. Sergei Prokofiev, höfundur verksins var fæddur í Donetsk árið 1891. Hann samdi bæði tónlist og handrit á tveimur vikum í apríl árið 1936 fyrir barnaleikhús í Moskvu. Katrin Heymann þýddi texta úr þýsku yfir á íslensku en útsetningin er eftir Hans-Günter Heumann. Aðgangur er ókeypis, allir sem öll velkomin.

Sögumaður:
Eva Jáuregui

Flytjendur:
Adda Sif Snorradóttir, fiðla
Arnór Veigar Árnason, harmóníka
Aron Helgi Eiríksson, gítar
Aron Magnússon, píanó
Bryndís Kolbrún Guðmundsdóttir, fiðla
Deanne Rylan Maamo Tolato, píanó
Edmund Kemps Reiling, gítar
Elísa Sverrisdóttir, þverflauta
Freyr Magnússon, fiðla
Guðrún Ásgeirsdóttir, píanó
Guðún Emilía Þorsteinsdóttir, píanó
Guðrún Lilja Stefánsdóttir, fiðla
Júlía Björt Sigursteinsdóttir, píanó
Helena Lind Einarsdóttir, píanó
Ingólfur Bjarni Jónsson, harmóníka
Jón Tjörvi Morthens, gítar
Líf Austmann Gunnarsdóttir, fiðla
Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir, píanó
Rakel Hekla Guðmundsdóttir, píanó
Saga Austmann Gunnarsdóttir, píanó
Sigrún María Birgisdóttir, píanó
Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir, píanó
Vaka Austmann Gunnarsdóttir, píanó
Valgeir Heiðar Erlingsson, píanó
Vigdís Lilja Þórólfsdóttir, píanó

Sumardagurinn fyrsti

Á Sumardaginn fyrsta er frí í skólanum en þá tekur barnakór skólans þátt í hátíðahöldum í Fossvogi.

Páskafrí

Páskafrí er í skólanum frá 1. apríl – 10. apríl. Við sjáumst hress eftir góða hvíld.

Opið fyrir nýjar umsóknir og endurinnritun

Nú er opið fyrir umsóknir fyrir árið 2023-2024. Núverandi nemendur þurfa að staðfesta skólavist með endurskráningu í gegnum skólaumsjónarkerfið Speedadmin. Staðfestingagjöld verða send út í apríl með eindaga 2. maí.

Vetrarfrí

Í næstu viku er vetrarfrí í tónlistarskólanum og engin kennsla frá 20. – 25. febrúar. Kennsla hefst aftur þann 27. febrúar. Njótið vetrarfrísins

Uppbrotsvika

Nýafstaðin er Uppbrotsvika í skólanum sem tókst ákaflega vel. Nemendur gátu valið um að sækja ólík námskeið í spuna, framkomu, tónlistarsögu, lagasmíðum, myndrænni nótnaskrift, bókstafshljómum og eins og myndirnar sýna, afrótrommuleik og tónlistarbíó. Fram fóru allskyns æfingar í samspili með sérstaka áherslu á Pétur og úlfinn. Kærar þakkir fyrir frábæra þátttöku og ánægjulegar stundir.

Kennsla hefst

Óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna. Kennsla hefst í 3. janúar í tónlistarskólanum. Kennsla í Dalskóla og Húsaskóla hefst á fyrsta kennsludegi skólanna, þann 4. janúar.

Haustönn 2022

Tónleikar Unglistar í Hörpu

Næsta sunnudag, 6. nóvember kl. 15:00 fara fram tónleikar Unglistar í Kaldalóni í Hörpu. Ólöf María Steinarsdóttir flautuleikari í framhaldsnámi, verður fulltrúi Tónlistarskólans í Grafarvogi. Nánar hér.

Um er að ræða einstaka tónleika þar sem ungt tónlistarfólk úr tónlistarskólum höfuðborgarsvæðisins koma saman og flytja fagra klassíska tóna. Búast má við fjölbreyttri dagsskrá sönglaga og annarra sígildra verka. Frítt inn. Öll velkomin.

Vetrarfrí

Framundan er vetrarfrí í tónlistarskólanum frá 21.- 30. október og kennsla fellur niður nema samkomulag sé um annað. Vetrarfríið í tónlistarskólanum er nú lengra vegna styttingar vinnuviku en nemendur fá sína tíma uppbætta í þemaviku tónlistarskólans í febrúar, sjá nánar á skóladagatali hér. Í þemaviku verður kennsla óhefðbundin en þá er gert ráð fyrir að hver nemandi sæki að minnsta kosti þrjá tónlistartíma. Dagskrá þemaviku verður birt í janúar.

Í vetrarfríinu mun forskólinn og sönghópur koma fram í Bústaðakirkju þann 30. október og fer samæfing fram þann 26. október. Að loknu vetrarfríi taka við tónfundir frá 8. – 16. nóvember. Kennarar verða í samráði við foreldra um nánari tímasetningu.

Forskólinn og sönghópur kemur einnig fram á aðventukvöldi í Bústaðakirkju 27. nóvember kl. 20:00. Jólatónleikar kirkjunnar verða haldnir í Grafarvogskirkju þann 10. desember kl. 11:00, 12:30 og 14:00. Forskólinn og sönghópur kemur fram á þeim fyrstu kl. 11:00. Jólatónleikar í sal skólans verða 13. – 15. desember. Kennarar raða niður á tónleika og upplýsa nánar þegar nær dregur.

Hafið það gott í vetrarfríinu!

Tónlist er fyrir alla – kennararáðstefna í Hörpu

Engin kennsla verður fimmtudaginn 8. september og föstudaginn 9. september vegna kennararáðstefnu í Hörpu sem ber heitið Tónlist er fyrir alla. Ráðstefnan er hluti af endurmenntun kennara. Á ráðstefnunni nýtir skólinn tvo starfsdaga skólaársins svo allir kennarar geti sótt sér innblástur í upphafi skólaárs.

Vorönn 2022

Forskólanám í Bústaðakirkju

Tónlistarskólinn í Grafarvogi mun bjóða upp á forskólanám og kór í Bústaðakirkju frá haustinu 2022. Nemendur munu fá fjölmörg tækifæri til að koma fram við ýmsar uppákomur í Bústaðakirkju. Ungtónlist í Bústaðakirkju hefur verið takmörkuð síðustu tvö ár vegna Covid faraldurs en nú verður framboðið eflt á ný. Kirkjan er miðsvæðis í Bústaðahverfi og eru það ánægjuleg tíðindi að geta boðið börnum upp á að sækja tónlistarnám í sínu nágrenni. Kennari er Edda Austmann söngkona og meðleikari er Jónas Þórir Þórisson en bæði hafa þau starfað við tónlistarflutning í Bústaðakirkju til fjölda ára. Umsóknir fara fram í gegnum Rafræna Reykjavík rvk.is.

Innritun fyrir næsta skólaár

Á morgun, fimmtudaginn 24. mars 2022 kl. 09:00, verður opnað fyrir rafrænar umsóknir um tónlistarnám fyrir skólaárið 2022-2023. Nemendur sem þegar stunda nám í tónlistarskólanum þurfa að endurnýja sína umsókn en sótt er um í gegnum Rafræna Reykjavík á Mínum síðum.

Electronic applications for enrollment in Music schools in Reykjavik for the school year 2022-2023 will open tomorrow at 09:00 am, Thursday March 24th. Students who already study at the music school will need to renew their applications. Access the application through Rafræn Reykjavík.

Svæðistónleikar Nótunnar

Uppskeruhátíð tónlistarskólanna fer fram um komandi helgi. Nokkrir nemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi koma fram á tónleikum í Salnum á sunnudag, 20. mars kl. 14:30. Við hvetjum nemendur og foreldra til að flykkjast í Salinn og njóta afraksturs mikillar vinnu frábærra nemenda og kennara. Nánar má lesa um efnisskrá og tónleikatíma á ki.is.

Veðurviðvörun

Í dag, 14. mars, er gul veðurviðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með veðri og minnum á leiðbeiningar um röskun á skólastarfi https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi og meta för í og úr skóla.

Sjá einnig hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Vetrarfrí

Vetrarfrí er í tónlistarsskólanum 17.- 20. febrúar. Hér má kynna sér ýmislegt skemmtilegt að gera með fjölskyldunni í vetrarfríinu á sérstökum vef; https://sites.google.com/gskolar.is/vetrarfriireykjavik/

Við minnum á skóladagatal skólans sem er aðgengilegt á vefsíðu skólans https://www.tongraf.is/wp-content/uploads/2021/08/Skoladagatal-2021-2022.pdf

Njótið vetrarfrísins.
Sjáumst endurnærð að því loknu.

Kennsla hefst 7. janúar

Gleðilegt nýtt ár! Kennsla í tónlistarskólanum hefst á föstudag, 7. janúar með hefðbundnum hætti. Sem fyrr verður gætt að öllum sóttvörnum og kennarar bera grímu þegar ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð. Eldri nemendur eru einnig hvattir til að bera grímu þó það sé alls ekki skylda fyrr en á framhaldsskólaaldri. Hóptímar verða kenndir í stærri rýmum skólans. Hér má lesa um gildandi takmarkanir. Sé nemandi með kvefeinkenni ber að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis, þ.e. halda sig heima og fara í PCR próf. Við minnum á skóladagatalið sem er aðgengilegt á heimasíðu skólans.

Haustönn 2021

Guðrún Lilja Pálsdóttir – Þverflaututónleikar

Guðrún Lilja Pálsdóttir heldur þverflaututónleika til framhaldsprófs í sal Tónlistarskólans í Grafarvogi laugardaginn, 4. desember kl. 13:00. Allir velkomnir.

Efnisskrá:

A. Vivaldi
Concerto í g moll
Rv. 39 „La Notte“
Largo Presto Largo
Flauta og píanó

Koehler
Allegro spiritoso
Op. 33 bók 3 nr. 7Hlé í 10 mínútur

W. A. Mozart
Rondo alla Turca
Úts. Sir James GalwayC. Debussy
Syrinx
Einleiksverk fyrir þverflautu

Mouquet
„La Flute de Pan“ Op. 15
Allegro giocoso
Adagio

Nýtt námskeið í tónsköpun

Miðvikudaginn 24. nóvember hefst nýtt námskeið í tónsköpun ætlað tónlistarnemendum 12 ára og eldri (fæddir árið 2009 eða fyrr). Námskeiðið er innifalið í skólagjöldum og eru nemendur hvattir til að nýta sér þessa mikilvægu viðbót við tónlistarnámið. Kennari er Gunnar Karel Másson en kennsla fer fram alla miðvikudaga frá kl. 17:10 – 18:05 og er námskeiðið kennt í þremur lotum. Nánari lýsing er eftirfarandi:

 1. Lota 24. nóvember – 23. febrúar

Hlustun og fagurfræði tónlistar. Höfuðáhersla er lögð á að skoða og hlusta á ýmis verk frá barokki og fram til dagsins í dag. Hvað er það sem hefur verið vinsælast í tónlistarsköpun á þessum tíma? Hvað eiga Mozart og Justin Bieber sameiginlegt? Er Bach í alvörunni svona leiðinlegt tónskáld eða var hann bara búinn að drekka allt of mikið kaffi (orkudrykkjum þess tíma)? Allt efni verður til staðar í tímum og heimanám felst einungis í því að hlusta á þau verk sem verða tekin fyrir í tímum.

 1. Lota 2. mars – 6. apríl

Tón- og lagasmíðar. Hugtök frá fyrri lotu unnin áfram á hagnýtan hátt og dægurlagamenning síðustu 40 ára skoðuð til samanburðar. Nemendur munu í þessari lotu semja lög eða verk út frá sínu eigin hljóðfæri, eða fyrir þau hljóðfæri sem eru til staðar í hópnum.

 1. Lota 13. apríl – 18. maí

Hljóðtækni. Farið verður yfir helstu aðferðir til þess að taka upp og vinna með hljóð. Allt frá því að nota símann sinn yfir í það hvernig fólk vinnur í stórum stúdíóum. Einnig væri farið í hljóðsmölun og hljóðgervla þar sem nemendur fá að kynnast “modular synthum” og öðrum aðferðum til þess að vinna með raftónlist.

Guðrún Lilja Pálsdóttir í Unglist 2021

Unglist, listahátíð ungs fólks, er nú haldin í 29. sinn en hún er haldin af Hinu Húsinu. Guðrún Lilja Pálsdóttir, nemandi í Tónlistarskólanum í Grafarvogi kemur fram á hátíðinni í Dómkirkjunni sunnudaginn, 7. nóvember kl. 20:00. Hún leikur einleik á þverflautu en Katalin Lörenz leikur með henni á píanóið. Þær flytja Pan and the Birds eftir Jules Mouquet.

Hátíðin hefur haft það að markmiði að hefja menningu ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar. Ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar og allir velkomnir! Hér má sjá dagskrána í heild.

Vetrarfrí, Listahátíð barna og Hrekkjavaka

Framundan er vetrarfrí sem hefst á morgun 22. október og varir fram til 26. október. Það þýðir að það er engin kennsla frá og með morgundeginum, þ.e. föstudegi fram til þriðjudags. Kennsla hefst aftur á miðvikudag, 27. október.

Tónlistarskólinn í Grafarvogi kemur fram á Listahátíð barnanna á sunnudag, 24. október kl. 13:00 í Bústaðakirkju, í tilefni af Bleikum október. Þar munu nokkrir nemendur skólans leika af list. Gaman væri að sjá kunnugleg andlit í salnum.

Dagana 28. og 29. október verða haldnir fernir Hrekkjavökutónleikar í sal skólans, kl. 18:00 og 19:00 fimmtudag og föstudag. Nemendur sem koma fram hafa undirbúið verk í anda Hrekkjavöku. Þeir sem ekki koma fram á Hrekkjavökutónleikum í ár fá án vafa tækifæri til þess síðar. Tónleikarnir í þema Hrekkjavöku hafa slegið ærlega í gegn. Við hvetjum áhugasama að mæta og sækja sér innblástur og efniðvið fyrir næsta ár.

Fyrir hönd kennarahóps skólans,

Njótið vetrarfrísins!

Upphafskólaárs

Nú fer að líða að því að við hefjum skólastarfið. Fyrsti kennsludagur er 25. ágúst. Þann 23. ágúst þurfum við að fá sendar stundarskrár nemenda svo við getum skipulagt vetrarstarfið. Best er að senda stundaskrár á tongraf@tongraf.is. Í Tónlistarskólanum í Grafarvogi eru 200 nemendur og 23 kennarar. Kennt er í grunnskólum í Grafarvogi, Grafarholti og nágrenni sem og í tónlistarskólanum í Hverafold. Við hvetjum alla til að líka við fésbókarsíðu skólans, facebook.com/Ton.Grafarvogi til að vera með á döfinni.

Tónlistarskólinn í Grafarvogi fylgir eftirfarandi leiðbeiningum í sóttvörnum í skólastarfi haustið 2021

 • Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
 • Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými.
 • Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu.
 • Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk.
 • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar.
 • Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

Vorönn 2021

Sýningar á NETnótunni 2021

Tónlistarskólinn í Grafarvogi þakkar nemendum sínum þátttöku í NETnótunni 2021. Myndband hvers skóla mátti vera að hámarki fjórar mínútur. Skólinn myndaði tug nemenda en fyrir valinu urðu lög sem hljómuðu vel saman í klippingu og sýndu fjölbreytileika skólans. N4 völdu svo stuttar klippur í útsendinguna sem var 20. júní. Óskandi hefði verið að fleiri lengra komnir nemendur skólans hefðu fengið að prýða skjáinn en lokaákvörðun um efnisval var í höndum þáttargerðarmanna N4. Hér má sjá myndbandið í heild og mun skólinn nýta heimild sína til að birta tónlistarflutning fleiri nemenda á næstu mánuðum. Vinsamlega deilið myndbandinu sem við erum ákaflega hreykin af https://fb.watch/6gdcvhgQ3l/ eða https://youtu.be/8KVVMdV2cMw

Vortónleikar í Grafarvogskirkju

Nú styttist í annarlok. Í vikunni voru haldnir tvennir tónleikar í sal skólans og þrennir fyrirhugaðir í Grafarvogskirkju í næstu viku; þann 18. maí kl. 18:00, 19. maí kl. 18:00 og 22. maí kl. 12:30. Hefðbundinni kennslu lýkur 21. maí en próf fara fram vikuna 25. – 28. maí.

Skólahald eftir páska til 15. apríl

Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal starfsfólk og nemendur fæddir 2004 og fyrr nota grímur sé þess kostur.

Starfsmenn tónlistarskóla og skólahljómsveita mega fara á milli stofnana vegna tónlistarkennslu en blöndun milli skóla er óheimil.

Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.

Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.

Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.

Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 og fyrr fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar en þá mega að hámarki koma saman.

Innritun í tónlistarskóla

Nú er komið að innritun fyrir skólaárið 2021 til 2022. Nemendur sem hafa stundað nám við skólann í vetur og ætla að halda áfram næsta skólaár, þurfa að innrita sig að nýju á Rafrænni Reykjavík.  

Eins og undanfarin ár þarf að ganga frá innritun/staðfestingargjaldi kr. 15.000 en gjaldið gengur upp í skólagjöld næsta skólaárs.  

Ef nemandi hættir, væri gott að fá tilkynningu um það. Greiðsluseðlar staðfestingargjalds verða sendir um miðjan apríl, gjalddagi verður 1. maí. Nýir nemendur verða teknir inn í þau pláss sem losna.   

Páskafrí hefst  29. mars og lýkur 6. apríl. 

Tónleikar í mars með áhorfendum

 • 8. mars kl.19:00: Ilku nemendur
 • 9. mars kl. 19:00: Galínu nemendur
 • 10. mars kl. 18:30: Viktoríu nemendur
 • 10. mars kl. 19:00: Pálu nemendur
 • 10. mars kl. 19:30: Hafdísar nemendur
 • 11. mars kl. 18:00: Auðar nemendur
 • 11. mars kl. 19:00: Matta nemendur
 • 15. mars kl. 18:00: Grétars nemendur
 • 16. mars kl. 18:30: Katalín nemendur
 • 18. mars kl. 18:00: Bjarna nemendur
 • 22. mars kl. 18:00: Hrafnhildar nemendur
 • 17. apríl kl. 16:00: rytmadeild Ólafs

Tónleikar verða stuttir með fáum nemendum í senn. Foreldrar er hjartanlega velkomnir.

Ný reglugerð 24. febrúar

Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa, en þegar þeir geta ekki viðhaldið 1 metra nálægðartakmörkun hver gagnvart öðrum eða gagnvart nemendum skulu starfsmenn nota andlitsgrímu. Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa, en þegar þeir geta ekki viðhaldið 1 metra nálægðartakmörkun hver gagnvart öðrum eða gagnvart nemendum skulu starfsmenn nota andlitsgrímu.

Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil með sömu takmörkunum og gildir skv. 3. og 4. gr. Um eldri nemendur fer skv. 6. gr. Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi tónlistarskóla, svo sem tónleikar, eru heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda- og nálægðartakmörkunum sem kveðið er á um í ákvæði þessu eða í 5. mgr. 2. gr.

Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta að minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín sem og gagnvart starfsfólki og skulu bera andlitsgrímur í samræmi við 2. mgr. 4. gr. reglugerðar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými.

Net-Nótan og vetrarfrí

Í ár mun uppskeruhátíð tónlistarskóla vera haldin undir formerkjum NET-Nótunnar vegna aðstæðna. Stefnumið Net-Nótunnar er eftir sem áður að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar og að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu. Öllum tónlistarskólum stendur til boða að taka þátt í Net-Nótunni með þeim hætti að senda inn 2-4 mínútna myndband en lokaafurð Net-Nótunnar verður í formi þriggja stuttra sjónvarpsþátta sem N4 hefur tekið að sér að gera.

Klipptir verða valdir bútar úr hverju myndbandi (u.þ.b. 1 mín.) og sjónvarpsþættir gerðir úr efniviðnum. Þættirnir verða birtir fyrstu þrjá sunnudaga í maí, kl. 20:00. Tónlistarskólinn í Grafarvogi tekur að sjálfsögðu þátt í Net-Nótunni og býðst áhugasömum nemendum að útbúa tónlistarmyndband í samvinnu við kennara sína. Klipptir verða valdir bútar úr hverju myndbandi (u.þ.b. 1 mín.) og sjónvarpsþættir gerðir úr efniviðnum. Þættirnir verða birtir fyrstu þrjá sunnudaga í maí, kl. 20:00.

Tónlistarskólinn í Grafarvogi tekur að sjálfsögðu þátt í Net-Nótunni og býðst áhugasömum nemendum að útbúa tónlistarmyndband í samvinnu við kennara sína.

Við minnum á að vetrarfrí er í skólanum á mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar.

Tónsmíðar í Upptaktinn 2021

Nemendur í Tónlistarskólanum í Grafarvogi eru hvattir til að senda sína tónsmíð í Upptaktinn. Kennarar aðstoða nemendur við að koma sínum hugmyndum á framfæri. Upptakturinn er frábær vettvangur fyrir ung og upprennandi tónskáld. Verðlaunahafar fá þar einstakt tækifæri til að fullvinna minni lagstef eða umfangsmeiri tónsmíðar, útsetja og að lokum flytja við kjöraðstæður í Hörpu.

Skilafrestur hugmynda er til og með 21. febrúar. Börnum og ungmönnum í 5. – 10. bekk er heimilt að taka þátt í Upptaktinum og senda inn tónsmíð óháða tónlistarstíl. Lengd tónverks skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 7 flytjendur. Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift eða með upptöku. Nánari upplýsingar er að finna á harpa.is/upptakturinn eða á facebook.com/upptakturinn

Haustönn 2020

Sóttvarnarreglur í gildi í nóv.

Samkvæmt reglum frá Heilbrigðisráðuneytinu er kennsla í Tónlistarskólum leyfð með ákveðnum takmörkunum. Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með 2 metra nálægðarmörkum milli kennara og nemanda. Einkatímar verðar því kenndir skv. stundarskrá. Hljómsveitaræfingar eru ekki leyfðar. Tónfræðagreinar fara nú fram í fjarkennslu líkt og nemendur hafa fengið upplýsingar um.

Sóttvarnir

Grímuskylda er hjá öllum kennurum/starfsfóki. Nemendur fæddir 2011 og yngri þurfa ekki að bera grímur. Eldri nemendur (5. – 10. bekkur) þurfa að bera grímu í sameiginlegum rýmum en ekki í kennslutímum nema ekki sé hægt að viðhalda 2 metra reglunni. Nemendur á framhaldsskólaldri og eldri ber að nota grímur. Þá brýnum við fyrir öllum að þvo og spritta hendur oft og reglulega.Að gefnu tilefni þá ítrekum við að það er mjög mikilvægt að foreldrar sendi börnin ekki lasin eða kvefuð í tónlistarskólann.

Húsnæði

Eingöngu nemendur og starfsfólk skólans hafa leyfi til að koma inn í skólann, engir forráðamenn eða aðrir utanaðkomandi einstaklingar.

Kennsla

Ætlast er til að nemendur stoppi ekki inn í skólahúsnæðinu lengur er þeir þurfa. Ef kennari er í sóttkví kennir hann í fjarkennslu eins og hægt er (skerta kennslustund 20 mínútur í stað 30 mínútur). Áður en nemandi fer inn í spilatímann þarf af þvo hendur og spritta. Sjá nánar: Röskun á skólastarfi

Þrátt fyrir aðstæður hafa nemendur verið duglegir að æfa sig og framfarir því góðar. Margir eru tilbúnir með tónleikalög sem hægt er að flytja heima fyrir nánustu ættingja og kannski senda upptöku á ömmu og afa.


Upphaf skólaárs 2020

Nú fer skólastarfið að hefjast. Innritun fór fram síðastliðið vor. Enn eru nokkur pláss laus á hljóðfæri og enn má einnig bæta við í forskólann og í söngnám fyrir unglinga.

Kennslan hefst 27. ágúst. Foreldrar barna sem eru skráð í skólann eru beðnir að senda okkur stundarskár krakkanna úr grunnskólunum um leið og þær verða tilbúnar, þannig að við getum fundið sem hentugustu tíma fyrir hvern og einn nemanda.

Nýskráningar fara fram á Rafrænni Reykjavík

Skólagjöldum verður skipt í þrjár greiðslur, einnig er hægt að semja við okkur um fleiri greiðslur ef þörf er á.

Tilkynning vegna Covid 19.

Skólastarf barna og unglinga (á grunnskólaaldri) verður með hefðbundnum hætti. Höfuðáherslan verður lögð á smitgát milli starfsfólks í daglegu starfi og milli foreldra og starfsfólks. Við fylgjumst vel með öllum tilmælum frá almannavörnum.

Það verður margt á döfinni í vetur m.a. stefnum við á að halda upp á 30 ára afmæli skólans.