Fréttir

Haustönn 2021

Nú fer að líða að því að við hefjum skólastarfið. Fyrsti kennsludagur er 25. ágúst. Þann 23. ágúst þurfum við að fá sendar stundarskrár nemenda svo við getum skipulagt vetrarstarfið. Best er að senda stundaskrár á tongraf@tongraf.is. Í Tónlistarskólanum í Grafarvogi eru 200 nemendur og 23 kennarar. Kennt er í grunnskólum í Grafarvogi, Grafarholti og nágrenni sem og í tónlistarskólanum í Hverafold. Við hvetjum alla til að líka við fésbókarsíðu skólans, facebook.com/Ton.Grafarvogi til að vera með á döfinni.

Tónlistarskólinn í Grafarvogi fylgir eftirfarandi leiðbeiningum í sóttvörnum í skólastarfi haustið 2021

 • Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
 • Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými.
 • Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu.
 • Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk.
 • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar.
 • Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

Vorönn 2021

Sýningar á NETnótunni 2021

Tónlistarskólinn í Grafarvogi þakkar nemendum sínum þátttöku í NETnótunni 2021. Myndband hvers skóla mátti vera að hámarki fjórar mínútur. Skólinn myndaði tug nemenda en fyrir valinu urðu lög sem hljómuðu vel saman í klippingu og sýndu fjölbreytileika skólans. N4 völdu svo stuttar klippur í útsendinguna sem var 20. júní. Óskandi hefði verið að fleiri lengra komnir nemendur skólans hefðu fengið að prýða skjáinn en lokaákvörðun um efnisval var í höndum þáttargerðarmanna N4. Hér má sjá myndbandið í heild og mun skólinn nýta heimild sína til að birta tónlistarflutning fleiri nemenda á næstu mánuðum. Vinsamlega deilið myndbandinu sem við erum ákaflega hreykin af https://fb.watch/6gdcvhgQ3l/ eða https://youtu.be/8KVVMdV2cMw

Vortónleikar í Grafarvogskirkju

Nú styttist í annarlok. Í vikunni voru haldnir tvennir tónleikar í sal skólans og þrennir fyrirhugaðir í Grafarvogskirkju í næstu viku; þann 18. maí kl. 18:00, 19. maí kl. 18:00 og 22. maí kl. 12:30. Hefðbundinni kennslu lýkur 21. maí en próf fara fram vikuna 25. – 28. maí.

Skólahald eftir páska til 15. apríl

Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal starfsfólk og nemendur fæddir 2004 og fyrr nota grímur sé þess kostur.

Starfsmenn tónlistarskóla og skólahljómsveita mega fara á milli stofnana vegna tónlistarkennslu en blöndun milli skóla er óheimil.

Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.

Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.

Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.

Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 og fyrr fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar en þá mega að hámarki koma saman.

Innritun í tónlistarskóla

Nú er komið að innritun fyrir skólaárið 2021 til 2022. Nemendur sem hafa stundað nám við skólann í vetur og ætla að halda áfram næsta skólaár, þurfa að innrita sig að nýju á Rafrænni Reykjavík.  

Eins og undanfarin ár þarf að ganga frá innritun/staðfestingargjaldi kr. 15.000 en gjaldið gengur upp í skólagjöld næsta skólaárs.  

Ef nemandi hættir, væri gott að fá tilkynningu um það. Greiðsluseðlar staðfestingargjalds verða sendir um miðjan apríl, gjalddagi verður 1. maí. Nýir nemendur verða teknir inn í þau pláss sem losna.   

Páskafrí hefst  29. mars og lýkur 6. apríl. 

Tónleikar í mars með áhorfendum

 • 8. mars kl.19:00: Ilku nemendur
 • 9. mars kl. 19:00: Galínu nemendur
 • 10. mars kl. 18:30: Viktoríu nemendur
 • 10. mars kl. 19:00: Pálu nemendur
 • 10. mars kl. 19:30: Hafdísar nemendur
 • 11. mars kl. 18:00: Auðar nemendur
 • 11. mars kl. 19:00: Matta nemendur
 • 15. mars kl. 18:00: Grétars nemendur
 • 16. mars kl. 18:30: Katalín nemendur
 • 18. mars kl. 18:00: Bjarna nemendur
 • 22. mars kl. 18:00: Hrafnhildar nemendur
 • 17. apríl kl. 16:00: rytmadeild Ólafs

Tónleikar verða stuttir með fáum nemendum í senn. Foreldrar er hjartanlega velkomnir.

Ný reglugerð 24. febrúar

Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa, en þegar þeir geta ekki viðhaldið 1 metra nálægðartakmörkun hver gagnvart öðrum eða gagnvart nemendum skulu starfsmenn nota andlitsgrímu. Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa, en þegar þeir geta ekki viðhaldið 1 metra nálægðartakmörkun hver gagnvart öðrum eða gagnvart nemendum skulu starfsmenn nota andlitsgrímu.

Öll tónlistarkennsla barna á leik- og grunnskólaaldri er heimil með sömu takmörkunum og gildir skv. 3. og 4. gr. Um eldri nemendur fer skv. 6. gr. Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi tónlistarskóla, svo sem tónleikar, eru heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda- og nálægðartakmörkunum sem kveðið er á um í ákvæði þessu eða í 5. mgr. 2. gr.

Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta að minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín sem og gagnvart starfsfólki og skulu bera andlitsgrímur í samræmi við 2. mgr. 4. gr. reglugerðar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými.

Net-Nótan og vetrarfrí

Í ár mun uppskeruhátíð tónlistarskóla vera haldin undir formerkjum NET-Nótunnar vegna aðstæðna. Stefnumið Net-Nótunnar er eftir sem áður að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar og að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu. Öllum tónlistarskólum stendur til boða að taka þátt í Net-Nótunni með þeim hætti að senda inn 2-4 mínútna myndband en lokaafurð Net-Nótunnar verður í formi þriggja stuttra sjónvarpsþátta sem N4 hefur tekið að sér að gera.

Klipptir verða valdir bútar úr hverju myndbandi (u.þ.b. 1 mín.) og sjónvarpsþættir gerðir úr efniviðnum. Þættirnir verða birtir fyrstu þrjá sunnudaga í maí, kl. 20:00. Tónlistarskólinn í Grafarvogi tekur að sjálfsögðu þátt í Net-Nótunni og býðst áhugasömum nemendum að útbúa tónlistarmyndband í samvinnu við kennara sína. Klipptir verða valdir bútar úr hverju myndbandi (u.þ.b. 1 mín.) og sjónvarpsþættir gerðir úr efniviðnum. Þættirnir verða birtir fyrstu þrjá sunnudaga í maí, kl. 20:00.

Tónlistarskólinn í Grafarvogi tekur að sjálfsögðu þátt í Net-Nótunni og býðst áhugasömum nemendum að útbúa tónlistarmyndband í samvinnu við kennara sína.

Við minnum á að vetrarfrí er í skólanum á mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar.

Tónsmíðar í Upptaktinn 2021

Nemendur í Tónlistarskólanum í Grafarvogi eru hvattir til að senda sína tónsmíð í Upptaktinn. Kennarar aðstoða nemendur við að koma sínum hugmyndum á framfæri. Upptakturinn er frábær vettvangur fyrir ung og upprennandi tónskáld. Verðlaunahafar fá þar einstakt tækifæri til að fullvinna minni lagstef eða umfangsmeiri tónsmíðar, útsetja og að lokum flytja við kjöraðstæður í Hörpu.

Skilafrestur hugmynda er til og með 21. febrúar. Börnum og ungmönnum í 5. – 10. bekk er heimilt að taka þátt í Upptaktinum og senda inn tónsmíð óháða tónlistarstíl. Lengd tónverks skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 7 flytjendur. Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift eða með upptöku. Nánari upplýsingar er að finna á harpa.is/upptakturinn eða á facebook.com/upptakturinn

Haustönn 2020

Sóttvarnarreglur í gildi í nóv.

Samkvæmt reglum frá Heilbrigðisráðuneytinu er kennsla í Tónlistarskólum leyfð með ákveðnum takmörkunum. Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með 2 metra nálægðarmörkum milli kennara og nemanda. Einkatímar verðar því kenndir skv. stundarskrá. Hljómsveitaræfingar eru ekki leyfðar. Tónfræðagreinar fara nú fram í fjarkennslu líkt og nemendur hafa fengið upplýsingar um.

Sóttvarnir

Grímuskylda er hjá öllum kennurum/starfsfóki. Nemendur fæddir 2011 og yngri þurfa ekki að bera grímur. Eldri nemendur (5. – 10. bekkur) þurfa að bera grímu í sameiginlegum rýmum en ekki í kennslutímum nema ekki sé hægt að viðhalda 2 metra reglunni. Nemendur á framhaldsskólaldri og eldri ber að nota grímur. Þá brýnum við fyrir öllum að þvo og spritta hendur oft og reglulega.Að gefnu tilefni þá ítrekum við að það er mjög mikilvægt að foreldrar sendi börnin ekki lasin eða kvefuð í tónlistarskólann.

Húsnæði

Eingöngu nemendur og starfsfólk skólans hafa leyfi til að koma inn í skólann, engir forráðamenn eða aðrir utanaðkomandi einstaklingar.

Kennsla

Ætlast er til að nemendur stoppi ekki inn í skólahúsnæðinu lengur er þeir þurfa. Ef kennari er í sóttkví kennir hann í fjarkennslu eins og hægt er (skerta kennslustund 20 mínútur í stað 30 mínútur). Áður en nemandi fer inn í spilatímann þarf af þvo hendur og spritta. Sjá nánar: Röskun á skólastarfi

Þrátt fyrir aðstæður hafa nemendur verið duglegir að æfa sig og framfarir því góðar. Margir eru tilbúnir með tónleikalög sem hægt er að flytja heima fyrir nánustu ættingja og kannski senda upptöku á ömmu og afa.


Upphaf skólaárs 2020

Nú fer skólastarfið að hefjast. Innritun fór fram síðastliðið vor. Enn eru nokkur pláss laus á hljóðfæri og enn má einnig bæta við í forskólann og í söngnám fyrir unglinga.

Kennslan hefst 27. ágúst. Foreldrar barna sem eru skráð í skólann eru beðnir að senda okkur stundarskár krakkanna úr grunnskólunum um leið og þær verða tilbúnar, þannig að við getum fundið sem hentugustu tíma fyrir hvern og einn nemanda.

Nýskráningar fara fram á Rafrænni Reykjavík

Skólagjöldum verður skipt í þrjár greiðslur, einnig er hægt að semja við okkur um fleiri greiðslur ef þörf er á.

Tilkynning vegna Covid 19.

Skólastarf barna og unglinga (á grunnskólaaldri) verður með hefðbundnum hætti. Höfuðáherslan verður lögð á smitgát milli starfsfólks í daglegu starfi og milli foreldra og starfsfólks. Við fylgjumst vel með öllum tilmælum frá almannavörnum.

Það verður margt á döfinni í vetur m.a. stefnum við á að halda upp á 30 ára afmæli skólans.