Selló

Sellónemendur geta byrjað ungir í námi, eða 5 – 6 ára gamlir. Kennt er í einkatímum tvisvar í viku.

Þeir geta tekið þátt í hljómsveitarstarfi þegar þeir eru tilbúnir til þess.

Selló í undirstærðum fást leigð hjá skólanum.

Kennari

Viktoría Tarevskaia

Viktoría hóf tónlistarnám ellefu ára gömul í “Musical Special School” “E. Koka” í Chisinau í Moldavíu. Hún nam síðan í Conservatiore N. Rimsky-Korsakov frá 1989-1991. Hún útskrifaðist með Mastersgráðu í sellóleik frá Tónlistarakademíu G. Musichescu, í Chisinau 1994. Eftir áheyrnarprufu var hún ráðin til Moldavian Philharmonic Symphony Orchestra 1992. Í starfi sínu þar tók hún þátt í um 500 tónleikum og tónleikaferðum til ýmissa landa Evrópu. Í maí 1993 lék hún í tríói sem sigraði keppni í kammmertónlist í borginn Rimnikul-Vilce í Rúmeníu. Hún var fulltrúi Moldavíu í “International Black Sea Chamberg Orchestra” 1995-1999. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 1999 og starfað sem sellókennari og lausamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.